Halló Halló !

Kom norður í dag. Bíllinn minn fór ekki í gang fyrir heimferðina þannig að aumingja pabbi þurfti að senda mig norður á sínum bíl... en hann fékk nú í staðinn þennan líka fína skærgula dævú Óákveðinn kann ekki að skrifa þetta. En allavega ég fór í heimsókn til stelpnanna áður en ég fór af stað... Það var verið að setja Brynju í standbekk til að þjálfa fæturnar hennar og það var bara ágætlega glatt yfir henni í dag... hún ljómaði allavega öll þegar Andri kærastinn hennar kom í heimsókn. Hann er nú búinn að vera rosalega duglegur hann Andri síðastliðnar 3. vikur hann á sko heiður skilið fyrir hvað hann er búinn að standa sig vel í þessu áfalli. Arna var búin að vera á göngu í göngugrindinni í allan dag og hjúkkurna áttu í mestum makindum með að halda í við hana á hlaupunum. Þegar Andri kom spurði hún Örnu hvort hún vissi hver þessi piltur væri sem var að koma og það kom ekkért annað til greina en að þetta væri tengdasonur hennar :) ég held samt alveg að hún hafi vitað hvað hún var að segja og hafi bara sagt þetta í djóki... En það er alveg merkilegt með hana eins og hún er matvond að þá borðar hún fiskinn sem boðið er uppá á spítalanum og ávaxtasúpu í morgun sem ég held að henni hefði aldrei dottið í hug að setja inn fyrir sínar varir... en hún hlítur bara að vera svona svöng. Brynja er með svoldið mikinn bjúg á hendinni sem brotnaði illa og vegna þess hefur hún verið að fá þvagræsilyf síðastliðna daga... en mamma tók svo eftir því að hún væri farin að þorna og það kom svo í ljós að hún var byrjuð að þorna upp þannig að vökvinn var aukinn hjá henni og þvagræsilyfið minkað.

Ég setti nokkrar myndir af þeim inn á síðuna... en ég vil endilega byðja fólk bara um að skoða þær á síðunni en ekki vista þær inn á sínar tölvur eða síður... ég setti þær bara inn til að leyfa fólki betur að sjá hvernig ástandið er, og á þeim sést líka að þetta er allt komið á betri veginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er fínt að sjá glitta í nokkur bros á þessum myndum :) gangi ykkru öllum vel með það sem framundan er og þið eruð öll búin að standa ykkur frábærlega :)

Arna (ein af króknum) (IP-tala skráð) 27.7.2006 kl. 12:16

2 identicon

Hæ hæ, ég var að spá hvar myndirnar sem þú settir inn af stelponum hvar þær væru :) ég bið innilega að heilsa stelponum þegar þú sérð þær næst eða heyrir í þeim :)

'Iris Arna (IP-tala skráð) 27.7.2006 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband