Þriðjudagur 25. Júlí

Jæja loksins koma fréttir sem líklega margir eru búnir að bíða eftir ;) Brynja fór í lungnaspeiglun í gær og það kom ekkért athugavert útúr því þannig að hún er ennþá tengd súrefni í gegnum barkann og hún fær púst og friðarpípu... en það er svona lungnalyf sem er sett í hálfgerða pípu og látið blása í lungun á henni. Arna er nú búin að vera hálf utan við sig síðastliðna tvo daga... það er svoddan æðubunugangur á henni og hún vill endalaust vera á ferðinni og Brynja er nú aðeins búin að getað hlegið af vitleysunni í henni. Arna fær náttúrulega verki í bakið og er hálf pirruð á öllum tækjunum sem hún þarf að vera með á hausnum og í hendinni. Arna ruglar nú frekar mikið ennþá og er ekki alveg í sambandi við umheiminn... hún er endalaust á ferðinni þótt hún sé í hjólastólnum en þetta er ekki hjólastóll í hennar huga heldur annaðhvort Ferrari eða Fiat... he he Maður verður að reina að hafa gaman af þessu inn á milli þótt þetta sé erfitt en það kemur að því að þetta gengur yfir og hún kemur til sjálfs síns en þetta er algjörlega eðlilegt að hún skuli rugla svona mikið og getur tekið margar vikur að lagast. Brynja er líka svoldið gleymin eftir þetta en hún man lítið dag frá degi og það er líka eðlilegt og minnið á eftir að koma aftur með tímanum.

Bíllinn minn er ekkért á leiðinni að fara í gang. Það er búið að leggja rosa vinnu í það að reina að koma honum í gang og svo þegar vélin er loksins komin í þá neitar hann að fara í gang þannig að ég þarf víst að rífa bílinn af pabba greiinu til að komast heim á krók aftur... Bílar í dag eru bara "Tölvur" og tölvur eru bara vesen. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kann nú ekki við annað en að skilja eftir mig "spor" í þetta sinn, þar sem ég kíki enn reglulega við að sjá nýjustu fréttir af systrunum. Sendi baráttu- og batakveðjur til ykkar með ósk um að þær fari nú fljótlega að koma til sjálfs síns og nái sem bestum bata.

Silja Sigurmonsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2006 kl. 21:46

2 identicon

He he he Ferrari eða Fíat hún klikkar ekki þessi elska :)))
Kveðja. Gilla

Geirlaug Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2006 kl. 01:49

3 identicon

sæl Ásta
ég ætla bara að skilja eftir mig kveðju mér þykir þetta mjög leiðinlegt hvað gerðist og er ekki að átta mig alveg á þessu ég fékk ekki að vita þetta fyrr en á sunnudaginn 23 júlí eftir að nærri 3 vikur hefðu liðið frá atburðinum en þar sem ég er stödd á Neskaupstað er ekki allt sem maður getur fylgst með öllu. Ég reyndi að hringja út um allt en ekkert svar fékk ég fyrr en ég náði í blómabúðina hjá Hörpu og fékk nr. hjá henni. Það var hrikalega gott að hafa fengið að tala við hana þar sem ég fékk að vita af þessari síðu og Harpa sagði mér að þær væru á bataveg en samt erfitt. Brynja og Arna hafa verið vínkonur mína í nærri 6 ár og mér finnst svo leiðinlegt að við getum ekki hist jafn oft eftir að ég fór hingað austur og þær norður á Sauðárkrók. En Ég kem suður um helgina og vonast til að fá að sjá þær og tala við þær
Kveðja Margrét Linda Erlingsdóttir

Margrét Linda (IP-tala skráð) 26.7.2006 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband