3. Vikur eftir slysið.

Það er miklu auðveldara að segja frá því hvað hefur drifið á daga stelpnanna þegar maður hefur séð þær. Brynja þurfti að fá barkaslönguna aftur vegna þess að hún féll svo í mettun í gærkvöldi eftir að hún var tekin. Hún er að fara í lungnaspeglun á morgun. Hún fór í lungnamyndatöku í morgun og þá sást e-h slím í einu hólfinu á öðru lunganu... ég kann ekki alveg að segja frá þessu. Brynja er samt alveg ótrúlega dugleg að gera sig skiljanlega. Henni brá svolítið að sjá Örnu og Örnu brá að sjá hana. Arna grét í dag þegar ég kom í heimsókn til þeirra. Bæði útaf Brynju og af að sjá mig :) Það er samt allt annað að sjá þær í dag en fyrir viku síðan. Arna var samt frekar óróleg í dag en það er hægt að tala við hana en þegar hún er þreytt þá slær svoldið útí fyrir henni.

Um daginn þá var Brynja alveg rosalega þanin á maganum og henni leið alveg hrikalega illa og hún var farin að slitna því hún var svo mikil um sig. Læknarnir vildu meina það að þetta væri bara loft og að hún væri með vindverki. En svo mundi pabbi allt í einu eftir því að þegar að við vorum úti í Boston að þá fékk ég þennan rosalega bjúg á kviðinn, og það kemur e-h arabi inn og segir "I kvow fat when I see it" en allavega einkennin voru alveg eins hjá Brynju og pabbi sagði við læknana að þetta væri bjúgur en þeir vildu ekki hlusta á e-h pabba úti í bæ og héldu því fast að þetta væri loft og vindverkir. En daginn eftir þá sögðu þeir að það væri kominn bjúgur í kringum lungun á henni og þeir gáfu henni þvagræsilyf og viti menn... kviðurinn byrjaði að minka ;) og núna fær hún þvagræsandi lyf 3 sinnum á dag eða e-h. Hún er með mikinn bjúg á hægri hendinni sem þurfti að gera við, en um daginn þá settu þeir upp dren hjá henni og þá losnaði hún að ég held við um 1/2 líter af vökva af hendinni. Hún þarf að vera dugleg að kreista bolta til að losa um þetta.

Guðrún kom í dag í heimsókn til þeirra... ein af "Gamlingjunum" í vinnunni og þær þekktu hana báðar og voru rosa ánægðar að sjá hana :) Takk fyrir að koma Guðrún og Gilla ef þú lest þetta þá átti ég að segja þér að Ester frænka þín byður að heilsa þér ;) hún vinnur á deildinni þar sem Arna lyggur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ásta mín.
Að sjálfsögðu las ég þetta,takk fyrir kveðjuna :)
Viltu knúsa þær systur frá mér,þú færð þitt þegar við hittumst næst í vinnunni:)) ( er alveg að koma aftur að vinna).
Hafið það gott öllsömul.
Kveðja. Gilla.

Geirlaug Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2006 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband