Bakið á Örnu er orðið heilt

Jæja Arna fór í aðgerðina í dag og lét taka skrúfurnar úr bakinu á sér. Þetta voru víst engar smá skrúfur svo að það er kanski ekkért skrýtið að þetta hafi verið farið að meiða hana FootinMouth 

Ég vaknaði frekar pirruð í morgun þar sem ég vaknaði eiginlega of seint en þá hafði mig verið að dreyma að ég væri að gera mig til fyrir vinnuna... svo þegar að ég vaknaði og hleypti hundunum út þá slapp litla kvikindið sem Arna og Brynja eiga og ég var ekki að ná henni inn... ekki nóg með það heldur svo þegar að ég kem út í bíl þá er búið að leggja beint fyrir aftan stæðið okkar þannig að það var eiginlega ekki smuga að ég kæmist út úr stæðinu svo að ég er að hugsa um að búa til miða þar sem á stendur

"Ef þú kant ekki að leggja eða keyra þá

skaltu vinsamlegast ganga, hjóla eða taka strætó"

Takk fyrir

Þetta hefur nefnilega svo oft áður komið fyrir og getur verið mjög pirrandi sérstaklega þegar að maður á að mæta í vinnu snemma á morgnanna og er að verða of seinn þá bætir þetta ekki fyrir.

Takk í bili og Arna biður að heilsa af spítalanum og Brynja biður að heilsa héðan... hún er að reina að ala upp hundinn sinn en ég held að það sé orðið of seint !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband