22.7.2006 | 17:31
Veisla ;)
Jæja góðir hálsar Ég bloggaði ekkért í gær aðalega vegna þess að ég komst ekki í tölvu og svo var svo mikið að gera bara... Það hefur allavega ekkért nýtt gerst með stelpurnar en Brynja losnaði af gjörgæslu í gær, hún er ennþá með barkaslönguna svo að hún getur ekki talað en vonandi fer að koma að því að hún losni við þetta. Hún er bara tengd við súrefni en ekki öndunarvél. Arna fer í heimsókn til hennar í hjólastól og henni er farið að ganga mjög vel að ganga í göngugrind :) Það versta er að þær eru ekki á sömu deild Arna er á A5 en Brynja er á B6 en annaðhvort fer Arna á deild B6 eða þá að hún fer bara beint á grensás þegar kemur að sumarfríi á deild A5.
Ósk og Svandís Ósk komu til mín í gær um 4 leytið þannig að þær náðu að ná í mig í vinnuna, ég fór með fullt af nammi í vinnuna vegna þess að ég átti afmæli :) og um kvöldið fékk ég líka þessa fínu veislu hjá ömmu og Jónu. Amma og Afi notuðu grillið sitt í fyrsta skiptið og svo komu allir í mat sem mögulega gátu... rosalega fín veisla... Takk æðislega fyrir mig Amma og Jóna ;) Og takk fyrir allar afmæliskveðjurnar People ! Fer svo suður á morgun að líta á framfarirnar hjá systrum mínum og næ loksins í bílinn minn :)
Athugasemdir
Ég samgleðst með ykkur að Brynja sé komin af gjörgæslu og til hamingju með afmælið þitt. Ég er eins og margir aðrir tíður gestur á síðunni þinni og óska ykkur velfarnaðar í þvi uppbyggingarferli sem er framundan.
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 23.7.2006 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.