Nothing New

 

Það er lítið að gerast þessa dagana... Arna fékk að skreppa útá svalir á spítalanum í sólbað :) Hún er orðin dugleg að ganga í göngugrindinni. Brynja fer í lazyboy og horfir á sjónvarpið og allt er að ganga mjög vel hjá þeim þessa dagana ;) Það er verið að fara að loka deil A5 núna sem er bæklunardeild og þar lyggur Arna en í staðinn á að flytja hana á heila og taugskurðdeild að ég held og Brynja fer þá líklegast þangað þegar að hún útskrifast af gjörgæslunni.

Ég á afmæli á morgun... Ég er mikið búin að reina að gleyma þeim degi upp á síðkastið aðalega vegna þess að mér finnst ég vera orðin hálf gömul og elliheimilið nálgast óðfluga :) En það eru samt allir að minna mig stanslaust á þetta og Amma og Jóna eru í því að skipuleggja matarboð. Það er kanski ekkért svo slæmt en svo ætlar Ósk bestasta vinkona mín að kíkja á krókinn til mín með Svandísi dóttur sína svo það verður vonandi bara stuð... fyrir utan að ég þarf að vinna á afmælisdaginn :/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ sæta frænka...þú ert sko ekkert að verða gömul, ert rétt að komast á besta aldur...
Ég kíkti aðeins á stelpurnar í gær, fór með skó til þeirra, rosa gott að sjá að þetta fer allt að koma...
Heyri í þér á morgun..á ammælisdaginn Love ya Birna frænka

birna dröfn (IP-tala skráð) 20.7.2006 kl. 21:28

2 identicon

hehe stutt á eliheimilið.....ætla ekkert að tala um hvar við vinnum, humm =)
en allavega til lukku með daginn góða mín og ég hitti þig á morgun/dag og kyssi þig til lukku =)

Kristín Helga (IP-tala skráð) 21.7.2006 kl. 01:09

3 identicon

Til hamingju með daginn Ásta mín. Ég talaði við pabba þinn í morgun þannig að ég hef fréttir handa strákunum þegar ég heyri næst í þeim. Þeir biðja heilsa. kveðja Salmína

Salmína (IP-tala skráð) 21.7.2006 kl. 15:02

4 identicon

Til hamingju með afmælið elsku frænka (það er nú ennþá svolítið langt í að þú farir á Elló !!!)

Kveðja frá Kiddu frænku og fjölskyldu

Kidda (IP-tala skráð) 22.7.2006 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband