Lítið að gerast

 

Það er lítið búið að gerast hjá stelpunum í dag. Arna er samt farin að fara framúr nokkrum sinnum á dag og gengur í göngugrind. Ég talaði við hana í símann og hún var svona ekki alveg áttuð en það var samt hægt að segja henni fréttir en hvort hún man hvað ég sagði er annað mál. Brynja er enn á gjörgæslunni... komin með sjónvarp og fínerí og hún fer í lazy boy tvisvar sinnum á dag. Hún er aðeins farin að fá að borða jógúrt og drekka. Lungnamyndirnar hennar eru alltaf betri með hverjum deginum sem líður og ég vona bara að hún fari að losna við öndunarvélina og þá verður hægt að tala við hana Brosandi

 

Hosted by SparkleTags.com

 

Hosted by Sparkle Tags
 
 
Takk fyrir allar góðu kveðjurnar sem ég er búin að fá á heimasíðuna... Þetta peppar mann alveg rosalega upp þegar maður veit hvað margir fylgjast með þeim og hugsa til þeirra :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ásta mín.
Þið eruð svo miklar hetjur elskurnar að það er ekki hægt annað en að fylgjast með ykkur og dást að þér dúllan mín,en og aftur TAKK fyrir að leifa okkur að fylgjast með.
Gilla

Geirlaug Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2006 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband