18.7.2006 | 00:54
Mánudagurinn 17 júlí
Í dag fór Arna í aðgerð á brotnu hendinni sinni. Hún losnaði við gifsið og í staðinn standa naglar útúr hendinni á henni. Hún var sett á gjörgæslu þangað til hún vaknaði almennilega eftir svæfinguna, en hún var orðin mjög skýr í kollinum í dag, og þar sem hún var orðin svona vel vakandi þá vildi hún náttúrulega fá að borða og drekka en þá mátti hún það ekki vegna þess að hún þurfti að vera fastandi fyrir svæfinguna.
Þær Brynja fengu aðeins að sjá hvor aðra þegar Arna vaknaði og ég held að þær hafi verið báðar hálf sjokkeraðar að sjá hvor aðra í því ástandi sem þær voru. Brynja er enn á gjörgæslu. Lungnamyndirnar líta betur út þannig að hún fera að losna við þetta drasl allt á næstu dögum. Hún á erfitt með að sofa á nóttunni en hún er svo uppþemd svo henni er illt í maganum og líður ekkért mjög vel. Arna var svo færð aftur á almenna deild í kvöld eftir að hún hafði vaknað vel.
Það var ekkért smá gott að komast heim í sitt eigið rúm... Ég held að ég hafi ekki sofið betur í 2. vikur en maður hvílist alveg pottþétt best í sínu eigin rúmi... Hundarnir allir komnir á sinn stað og ég og Benni en þá vantar bara hinn helminginn af fjölskyldunni en hann kemur vonandi fljótlega. Svo er maður bara mættur á næturvakt strax... algjörlega ósofin... þannig að það er bara kók og powerade sem skal halda mér vakandi í nótt ásamt sjónvarpinu.
Athugasemdir
Enn einn ókunnugur af kantinum hér - finnst aðdáunarvert hjá þér að leyfa vinum, ættingjum og öðrum gestum að fylgjast með batanum hjá systrunum. Vona að þær nái sér sem allra fyrst.
Jón Agnar Ólason, 18.7.2006 kl. 01:04
Já, sammála seinasta ræðumanni :) þú ert algjör hetja!
Sólborg (IP-tala skráð) 18.7.2006 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.