Minns er komin heim :)

Jæja þá er maður komin á krókinn aftur. Það var ekkért smá erfitt að fara frá stelpunum. Í gærkvöldi fórum við til þeirra eftir kvöldmatinn. Arna var sofnuð en hjúkkan sagði okkur að hún hefði vaknað vel og borðað og talað mikið við þær á meðan við vorum í burtu. Í dag vaknaði hún svo mjög vel og var skýr í kollinum :) Á morgun mánudag þá á hún að fara í aðgerð á hendinni sem brotnaði en það á að gera við brotið því það gréri e-h illa. Ég ætla bara rétta að vona að hún verði ekki svona lengi að vakna eftir þá svæfingu, en þetta á víst ekki að vera stór aðgerð og á ekki að taka langan tíma :)

Þegar við komum til Brynju í gærkvöldi þá var hún glaðvakandi og var að reina að segja okkur e-h en við skyldum hana ekki, en hún var alveg skýr í kollinum en það er bara svo vont að skylja ekki hvað hún vill. En þegar við fórum þá vinkaði hún okkur bless með báðum höndum :) Það er alveg frábært að sjá hvað hafa orðið miklar framfarir hjá þeim núna bara yfir helgina en Brynja losnar alveg örugglega við öndunarvélina á morgun eða á þriðjudaginn svo e-h tímann í vikunni ætti hún að komast á almenna deild :) Í dag var hún að vísu voða pirruð en það var búið að pakka höndunum á henni inní þvottapoka því hún var alltaf að taka í sonduna og rekast í barkaslönguna, að vísu sofnaði hún heldur ekki fyrr en um 5 leytið um nóttina... en Brynja á það nú oft til að vaka á næturnar og sofa á daginn Glottandi en ég skil samt alveg að hún skuli vera pirruð á þessu öllu saman... bæði á öllum tækjunum og tólunum sem hún er tengd við og svo að geta ekki tjáð sig og talað þannig að við skyljum hvað er að angra hana.

Þótt ég sé komin heim þá mun ég halda áfram að blogga... :) og enn og aftur takk fyrir allt !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband