Morfíndagur í dag!

 

Arna er búin að sofa í mest allan dag... en þeir gáfu henni verkjalyf eftir hádegið svo hún er bara búin að sofa og varlaopna augun. Við vorum að fá að heyra af e-h brotum í henni sem við vissum ekki um. Hún er t.d rifbeinsbrotin og hún þarf að fara í aðgerð útaf brotinu á hendinni vegna þess að það grær ekki rétt saman... en þeim fannst ekki tímabært að gera við það strax eftir slysið svo á mánudaginn þá fer hún í aðgerð og gert verður við brotið, eftir aðgerðina fer hún aftur á gjörgæslu þangað til að hún vaknar almennilega. Brosandi

 

 

Brynja er búin að vera vel vakandi í dag. Það er alveg ótrúlega erfitt að horfa á hana og reina að tala við hana, vegna þess að hún er alveg skýr í kollinum og reinir að tala en maður skilur ekki hvað hún vill. Hún er samt rosalega dugleg að kinka kolli, og við reinum að spyrja hana spurninga eins og fer vel um þig og þá kinkar hún kolli. Hún er alveg rosalega pirruð á öllu þessum aukahlutum í kringum sig, eins og sondunni og súrefnisvélinni, og svo klæjar henni undan plástrum og svoleiðis drasli.  Brosandi

 

 

Núna er búið að setja stöðumæla fyrir utan sjúkrahúsið sem er alveg fáránlegt... Nú á að fara að rukka sjúklinga og aðstandendur fyrir að leggja í stæði fyrir utan sjúkrahúsið... Óákveðinn Minns skilur þetta bara ekki. 

Well hafiði góða helgi og fariði varlega í öllu sem þið gerið ! Glottandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað verður að halda starfsfólkinu frá stæðunum næst innganginum. það verður ekki betur gert en með peningum svo við aðstandendur fáum stæði.

Heimir L. Fjeldsted (IP-tala skráð) 16.7.2006 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband