:) Veit aldrei hvað fyrirsögnin á að vera (:

 

Vá hvað það er gott að fá svona mikið af góðum kveðjum Hlæjandi Það er allt svipað að frétta af stelpunum í dag og í gær. Arna er mikið vakandi en talar lítið. Það koma sjúkraþjálfarar til hennar á hverjum degi og í dag var hún sett á bekk sem var svo hallað í alveg lóðrétta stöðu þannig að hún stóð upprétt. Hún hreyfir sig rosalega mikið svo að það er gott fyrir hana líka að geta þjálfað sig aðeins svona sjálf. 

Brynja er líka vel vakandi og í þónokkurn tíma á milli þess sem hún hvílir sig. Hún er rosalega dugleg að anda sjálf svo að vonandi bara eftir helgi losnar hún úr öndunarvélinni og kemst fljótlega á almenna deild.

Það fer að koma að því að þær vakni og fari að spyrja hvað hafi skeð og þær fara að átta sig betur á hlutunum. Það er allt í viðbragðsstöðu þegar að því kemur og þá kemur áfallateymið á spítalanum til sögunnar og hjálpar þeim í gegnum mesta áfallið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra að allt gengur vel ! Ákvað að kvitta fyrir mig þar sem ég kíki reglulega hér til að sjá hvað er að frétta af stelpunum. Vona að þetta haldi allt saman áfram á rétta leið! Bestu batakveðjur
Silja Sigurmonsdóttir.

Silja Sigurmonsdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2006 kl. 18:43

2 identicon

Gott að heyra að allt gengur vel, bestu kveðjur frá stelpunum og mér

Hjalti

Hjalti Árna (IP-tala skráð) 15.7.2006 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband