Djöfulsins vesen !!!

Flugfélög eru ekki mínir bestu vinir... !!! Ég pantaði flug á laugardegi til þess að komast suður á sunnudeginum og og svo sagði ég við kallinn og svo ætla ég að panta far fyrir tvo til baka... það var semsagt fyrir mig og Örnu... Svo þegar við Arna mætum á flugvöllinn hjá flugfélaginu ernir í Reykjavík og sögðum að við ættum bókað flug til sauðárkróks... en nei þá vorum við ekki á listanum og vélin var full aldrey þessu vant og við komumst ekki með í vélina... en þá höfðum við verið bókaðar frá króknum til Reykjavíkur... en þar sem þetta hefur gerst fyrir okkur áður þá hringdi pabbi á flugvöllinn og kvartaði... svo það var farið í það að redda okkur og e-h flugmaður skutlaði okkur á Reykjavíkurflugvöll og við vorum látin fljúga til Akureyrar og svo kom e-h gamall rútubílstjóri að sækja okkur á flugvöllinn á akureyri og skutlaði okkur heim... þetta tók allt svo langan tíma að við hefðum alveg eins getað keyrt heim en þetta tók allavega eins langan tíma... og svo er ég svo hrædd í flugvél að Arna greiið þurfti að halda í hendina á mér en við erum náttlega ekki heppnasta fólk sem finnst í veröldinni.

Arna fór í tékk hjá bæklunarlækni um daginn og þar var ákveðið að taka spengingarnar úr bakinu á henni núna í sumar. en þetta á ekki að vera stór aðgerð svo hún jafnar sig á fáeinum dögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

Ég flýg árlega varla undir 20 - 30 sinnum,  bæði innanlands og utan.  Ég hef lært að fljúga degi áður en ég á erindi á staðinn.  Það er svo oft sem eitthvað fer úrskeiðis með flug:  Veður,  bilanir eða mistök.  Það hefur oft komið sér vel að hafa aukadag upp á að hlaupa.    

Jens Guð, 23.5.2007 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband