13.7.2006 | 18:34
OH Happy days... :)
Jæja þetta er nú búið að vera ágætis dagur í dag. Arna er búin að fá nýjan legg, hún svaf í mest allan gærdag en í dag er hún búin að vaka mikið og hafa augun verið mikið opin þrátt fyrir að hún sé ekki búin að tala eða segja mikið, en hún er aftur á móti búin að spæna í sig frostpinnum, en það er í miklu uppáhaldi virðist vera þessa dagana. í dag var komið og tekið mót af fótunum hennar Örnu en hún þarf að fá spelkur vegna þess að hún er svo stíf í fótunum og það er annars hætta á að hún festist og standi alltaf tám þegar hún gengur.
Það er búið að tengja öndunarvélina í barkann á Brynju, þannig að það er allt annað að sjá hana. Hún brosir og kinkar kolli, en hún getur ekki talað með þetta. Hún er víst með e-h smá lungnabólgu en það er víst ekkért til að hafa áhyggjur af
Þær líta báðar mjög vel út og núna er bara tíminn sem ræður ferðinni. Arna fer að fara á grensás í þjálfun og Brynja kemst vonandi fljótlega af gjörgæslunni yfir á almenna deild.
Takk fyrir allt Love, miss, kiss
Það eru svona u.þ.b 200 manns sem koma á síðuna á dag og það er allt í lagi að skrifa í gestabókina
Athugasemdir
sæl litla fegurðardrottning!
Mikið er ánægjulegt að lesa fréttirnar frá þér núna og frábært að vita að allt er aftur á uppleið hjá skottunum litlu.Bíðum eftir ykkur,þúsund kossar og knús!
Kveðja til ykkar allra, Björg.
Björg K.Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2006 kl. 20:55
Hæ hæ
Ég þekki ykkur nú ekki neitt en það er gott að fylgjast með þegar vel gengur. Sendi mínar bestu baráttu kveðjur :)
Króksari (IP-tala skráð) 14.7.2006 kl. 09:23
Hæ, ég er líka sek, kíkji hérna á hverjum degi án þess að kvitta .. finnst gott að geta fylgst með :) þið eruð hetjur .. gangi ykkur allt vel!
Sólborg (systir hans Andra) (IP-tala skráð) 14.7.2006 kl. 10:05
já ég er líka sek..kem á hverjum degi til að fylgjast með;) gangi ykkur vel..:*
ein af króknum;) (IP-tala skráð) 14.7.2006 kl. 13:52
Enn einn sem kemur út úr horninu. Allra bestu kveðjur og von um skjótan og góðan bata.
Villi Asgeirsson, 14.7.2006 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.