12.7.2006 | 15:32
Nýjar Fréttir !
Í dag átti að setja upp nýjan legg hjá Örnu, til að auðveldara væri að gefa henni vökva og næringu í æð. Við skulum bara vona að henni takist ekki að rífa það úr sér. Læknarnir halda að þessir krampar sem hún fékk í gær hafi stafað af því að hún var farin að borða sjálf en að hún hafi ekki borðað nóg þannig að hún hafi ekki fengið nóga næringu í æð til að vega upp á móti því sem hún borðaði sjálf. Annars er hún búin að vera mjög róleg í dag. Það er strax farið að tala um að hún fari á Grensás í endurhæfingu en mér finnst svoldið fljótt að tala um það núna vegna þess að mér finnst að hún þurfi að vakna betur og komast betur til sjálfs sín áður en hún verður send þangað. En það verður þá ekkért fyrr en í næstu viku eða e-h svoleiðis.
Þeir ætla að halda Brynju örlítið lengur á gjörgæslunni í öndunarvél. En þeir ætla að losa hana við slönguna úr munninum og tengja öndunarvélina við barkann á henni, en þeir segja að það eigi að vera bæði þægilegra fyrir hana og svo stafar minni sýkingarhætta af því að hafa það svoleiðis. Það var þónokkuð slím í lungunum á henni svo þeir vilja hafa hana lengur í öndunarvélini til að styrkja lungun betur.
Í dag fór jarðaförin hennar Sigrúnar fram sem lést í bílslysinu sem Arna og Brynja slösuðust í og viljum við fjölskyldan votta ættingjum hennar og vinum innilegrar samúðar.
Sigrún Kristinsdóttir
12.03 1986 - 02.07.2006
Það er alveg ótrúlegt hvað hlutirnir gerast ótrúlega hratt og án nokkurs fyrirvara. Maður er oftar en ekki nýbúinn að sætta sig eða komast yfir eitt áfallið þegar annað dynur yfir mann. Það lyggur við að maður spyrji sjálfan sig hvað muni gerast næst.
Athugasemdir
ÆÆÆ krúsin mín.
Þið hafið sýnt það og sannað að þið(fjölskyldan) komist í gegnum næstum því hvað sem er,OG þetta líka.
Knúsaðu þær frá mér.
Ástarkveðjur. Gilla
Geirlaug Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2006 kl. 02:02
Elsku kerlingin mín
Þú og þín fjölskylda hafið staðið ykkur eins og hetjur, haltu því áfram mega (hi,hi). Sjáumst vonandi fljótlega.
Stórt knús til ungliðana.
Ástarkveðjur. Guðrún Björns.(ein af gamlingjunum)
Guðrún Elín Björnsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2006 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.