Þriðjudagur til Þrauta !

 

Í dag kom upp smá bakslag hjá Örnu. Hún fékk krampa og það veit enginn út af hverju eiginlega. En hún var send í heilaskann og teknar voru blóðprufur sem allt kom vel út úr, sem betur fer. Hún fékk krampastillandi eða vöðvaslakandi lyf og í dag er hún bara búin að sofa.. enda er bara gott að geta hvílt sig, enda engin smá átök fyrir líkamann sem fylgja svona krampa.

Brynja fór í segulómun í dag og þar voru skoðaðir hálsliðirnir á henni. Þar kom í ljós að hún er með mar við 7 hálslið en læknarnir vona að það muni bara hjaðna með tímanum. Hún fór í e-h fleiri rannsóknir sem við höfum ekki fengið að vita hvað kom út úr ennþá. En í framhaldi af þessum rannsóknum á að taka ákvarðanir í sambandi við öndunavélina. En það getur verið að hún andi svona mikið með þindinni út af marinu... eða þannig skildi ég það allavega.

Maður er búinn að vera hálf dofinn í dag vegna þessa sem kom fyrir Örnu. Maður vill helst sjá bata hjá þeim strax í gær en þolinmæðin þrautir vinnur allar :) Ég fer heim á Sunnudaginn og þá kemst maður að mestu inní sömu rútínuna aftur, og maður hefur hugann við e-h annað en bara það sem er að gerast þessa stundina.

Kalli Frændi Kalli frændi á afmæli í dag og hann er 22 ára :) Til hamingju með daginn frændi :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband