20.5.2007 | 05:14
Næturvakt
Sit hérna ein á næturvakt og nú er kominn sá tími vaktarinnar sem að maður fer að verða þreyttur... klukkan er rétt rúmlega fimm og ég ákvað að setjast niður og blogga. Brynja fór í eftirfylgn á grensás í síðustu viku og þar voru allir alveg rosalega ánægðir með hana og allir sáu miklar framfarir og eru sannfærðir um að Brynja eigi eftir að ná lengra en nokkur þorði að vona... hún er eitt enn kraftaverkabarnið sem útskrifast þaðan :) hún fór í blöðruþrístingsmælingu eins og það er kallað og þar kom í ljós að blaðran er að komast meira og betur í gang enda er hún farin að geta losað sig mun betur en hún gerði. Ég fór á leikritið sex í sveit sem var sýnt í bifröst af leikfélagi skagafjarðar og þetta var bara mjög skemmtilegt leikrit og ég sé alls ekki eftir því að hafa skellt mér... í þessari viku er svo bara verið að pæla í stúdentsveislunni og djamminu sem því fylgir... en ég ætla mér náttlega að djamma þar sem þessi helgi fór í djammfrí en í staðin fékk ég að eyða nóttum helgarinnar í vinnunni :) En ef ég held áfram með þetta blogg þá er ég hrædd um að það fari útí tóma vitleysu vegna þess að mikil þreyta er farin að segja til sín og ég fer að komast í bullham :) þannig að ég ætla að segja þetta gott í bili og halda áfram að gera það sem að maður gerir á næturvöktum....
-C YA-
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.