10.7.2006 | 20:38
Góður dagur í dag
Það eru engar nýjar fréttir af stelpunum í dag. Bara allt það sama og í gær nema í dag komu sjúkraþjálfarar á hálftíma fresti til Örnu til að láta hana setjast upp og hreyfa bæði hendur og fætur og hún sat framan á rúminu og drakk sjálf. Hún er ekki ennþá komin til sjálfs sín og hún ruglar heldur mikið ennþá, og henni tókst að rífa nálina úr handarbakinu á sér þannig að það endaði með því að þeir settu nál í fótinn á henni, þangað nær hún ekki með höndunum svo nálin fær vonandi að vera í friði þar. :)
Brynja er ennþá á gjörgæslunni í súrefnisvélinni. Hún sefur voða mikið enda er hún ennþá að fá pínu svefnlyf. Ég vona að hún fari að losna við þessa slöngu úr munninum á sér þá kanski á hún auðveldara með að anda sjálf.
Við Benni ætlum að vera fyrir sunnan út þessa viku og svo ætlum við að drífa okkur norður og fara að vinna aftur en mamma og pabbi verða áfram hjá stelpunum þangað til að þær eru búnar að ná sér.
Athugasemdir
Sæl elsku Ásta mín! Það er frábært að heyra að litlu skotturnar okkar eru í framför og frábært að geta fylgst svona með þeim. Óska ykkur alls hins besta og smelltu á þær kossi frá mér.Hér sakna ykkar allir mikið, mikið og bíða eftir að sjá ykkur aftur. Bestu kveðjur til ykkar allra dúllan!
Björg.
bjkr@visir.is
Björg K.Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2006 kl. 21:49
Sæl Ásta mín.
Það verður gott að fá þig aftur til okkar snúllan min:)
STÓRT knús til ykkar allra.
Gilla
Geirlaug Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2006 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.