Vika síðan slysið var

 

Arna sýnir miklar framfarir dag frá degi. Sjúkraþjálfarar koma til hennar á hverjum degi og láta hana stíga í fæturnar svo að hún stífni ekki öll upp. Hún er enn ekki búin að ná áttum en það er samt hægt að tala við hana og stundum svarar hún af viti og stundum ekki. Ef maður byrjar að syngja þá syngur hún með. Hún er rosalega dugleg að borða en allir aukahlutir sem hún er með fara alveg rosalega í taugarnar á henni. Hún var með centralvenulegg í brjóstkassanum. En það er sett í stóru æðina sem lyggur að hjartanu að ég held. Henni allavega tókst að rífa hana úr sér. Svo var sett önnur nál í handabakið á henni til að hægt væri að gefa henni verkjalyf, sýklalyf og vökva en hún var strax byrjuð að reina að ná henni úr um leið og það var búið að setja hana í hana. Gifsið á vinstir hendinni fer líka í taugarnar á henni og hún hefur verið að reina að tæta það af sér.

Brynja er enn á gjörgæslu en þrátt fyrir það eru góðar framfarir hjá henni. Hún er ágætlega vakandi þegar hún vaknar eftir hvíld. Hún kinkar kolli þegar maður spyr hana spurninga og hún sýnir góð viðbrögð í fótunum. Hún er enn í öndunarvélinni en hún er bara með pínu stuðning frá henni, hún andar semsagt eiginlega alveg sjálf en hún andar svo mikið með þyndinni að þeir þora ekki að losa hana við slönguna úr munninum fyrir öndunarvélina. 

Ég vil þakka fólki fyrir allan stuðninginn sem það hefur sýnt okkur. En ég vil koma því á framfæri að við viljum ekki að fólk komi í heimsókn nema nánustu ættingjar og vinir. Þær þurfa mikla hvíld til að ná sér og fólk er ekki tilbúið að sjá þær í því ástandi sem þær eru og þær vilja örugglega ekki láta hvern sem er sjá sig í því ástandi sem þær eru í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband