Fréttir

 

Arna: verður mjög líklega flutt á almenna deild í dag eða af gjörgæslunni og hún fer líklegast á bæklunardeild. Hún er mjög dugleg og er farin að segja margt, en hún talar ekki í samhengi og við erum ekki viss um að hún geri sér almennilega grein fyrir því hvað hún er að segja eða tala um. Hún er rosalega pirruð á öllum slöngum og tólum sem eru á henni. Vestið sem hún er í er fóðrað með gæruskinni og henni er rosalega heitt og pirruð á því og hún er að reina að rífa af sér gifsið á brotnu hendinni en henni klæjar svo undan því. Svo er hún með súrefnisslöngu sem blæs framan í hana og henni finnst það ekki þægilegt svo hún tók á það ráð að pota puttanum í slönguna til að stoppa súrefnisflæðið. En allt þetta eru góðar fréttir og mjög góðar framfarir.

Brynja: Hún er ennþá tengd súrefni og hún verður ekki flutt strax af gjörgæslunni. Hún er að vakna heldur rólegra en Arna úr svæfingunni. Líðan hennar er stöðug. Ígrædda nýrað hennar Brynju gengur vel eftir áfallið svo engar áhyggjur þarf að hafa af starfsemi þess miðað við aðstæður og ástand. Hún opnar augun og kreistir hendurnar hjá manni þegar maður spyr hana hvort hún heyri í manni. Þær líta báðar betur út að mér finnst og þær eru ekki með eins mikinn bjúg eins og þær voru með.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða fréttir :) ég bið rosalega vel að heilsa.

Kalli (IP-tala skráð) 6.7.2006 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband