Fréttir af systrunum

Arna og Brynja eru ennþá á gjörgæsludeild. Arna er komin úr öndunarvélinni og er farin að hreyfa bæði hendur og fætur mjög vel. Hún er ekki almennilega vöknuð eftir svæfinguna en það getur tekið nokkra daga að vakna vel eftir svoleiðis. Hún er með frekar mikla vanlíðan af slöngum og hjálminum sem hún er með á höfðinu og vestinu sem hún er í til að halda bakinu í góðri stöðu.

Það er búið að slökkva á svæfingarlyfinu hjá Brynju og hún er að vakna í rólegheitunum. Hún er búin að opna augun og hlustar og er mjög róleg. Hún er búin að hreyfa hendurnar sem er mjög gott en hún slasaðist illa á hægri hendi og er heppin að hafa haldið þeirri hendi, það þurfti að negla hana alla saman.  Brynja er í kraga til að halda hálsinum kyrrum og í réttri stöðu.

Takk fyrir allan stuðninginn :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ásta mín .... vona að þið allar systurnar og familían komist heil á sál og líkama útúr þessum hörmungum ... með fullri samúð og kærri kveðju - Ragga G. Magg ... + 1000 knúsar (p.s. bið alla engla alheimsins um að vaka yfir ykkur)

Ragga G. Magg (IP-tala skráð) 4.7.2006 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband