10.5.2007 | 23:03
Well Oh well
Jæja við komumst ekki áfram í eurovision... ekki það að ég hafi beint átt von á því... enda er ég komin með hálfgert leið á þessari keppni þetta verður samt einhvern veginn fyndnara og fyndnara með hverju árinu sem líður hahaha !!! En nú hefur maður um annað að hugsa enda er að koma að útskriftardegi og minns er loksins að ná að skríða yfir stúdentsprófið... flestir taka þetta á fjórum árum en ég er búin að vera að draga þetta á afturfótunum í nokkuð fleiri ár en það enda hef ég þurft að taka mér frí alla vega tvö ár af óviðráðanlegum ástæðum en nú er loksins að koma að þessu... og nú er bara að fara að plana og skipuleggja... fyrst ætla ég þó að klára óvussuferðina sem farin verður í vinnunni um helgina og það verður ógó gaman... nú tala ég eins og unglingur með slettum hér og þar... ég vex líklega aldrei upp úr því... Annars er allt gott að frétta og Brynja verður líklega farin að hlaupa maraþon hlaup á næstu árum henni gengur svo vel :) og ég hef fulla trú á því að hún eigi eftir að ná sér fullkomlega aftur eða allavega því sem næst :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.