Er kominn tími á blogg ?

Ég held bara að það sé löngu kominn tími á blogg... ég er orðin hálf löt við þetta enda gerist voðalega lítið hérna þessa stundina... það er öll rútína að verða komin í fastar skorður aftur sem betur fer eiginlega... Brynja er ennþá uppi á sjúkrahúsi og kemur heim frá 4 á daginn til 10 á kvöldin... hún er að taka endalausum framförum og er algjör dugnaðar fárkur Smile það er annars allt brjálað að gera í verkefna vinnu fyrir skólann þar sem ég ætla að reyna að klára þetta í vor... og stúdentshúfan verður vonandi sett á kollinn... annars er ég t.d að fara á næturvakt í nótt og strax eftir næturvaktina þá ætla ég og þarf að mæta í próf... ætla þá að læra í nótt Tounge Arna er búin að vera í nálastungumeðferð til að reyna að fá bragðskynið aftur, það gengur bara ágætlega að ég held og henni finnst hún finna smá mun... Brynja er svo að fara víst í endurmat á grensás eftir 2 vikur eða e-h svoleiðis... en þá á hún að lyggja inni á grensás og geta hennar verður könnuð í bak og fyrir.

Ég er í óvissunefnd í vinnunni og við ætlum að reyna að skella okkur í óvissuferð 28 - 29 apríl. Það er verst hvað er alltaf mikið að gera hjá mér því við Brynja þurfum að fara suður á þriðjudeginum 24. apríl og mæta hjá lækni 25. apríl. svo þurfum við að fara heim aftur um kvöldið... Arna og Brynja eiga afmæli 28 en þá er óvissuferðin mig hlakkar rosa mikið til, en svo þurfum við Brynja að fara aftur suður á sunnudagskvöldið því að við þurfum að mæta aftur hjá lækni á mánudeginum... fúff !!! þetta er allt of mikið læknastúss... sem betur fer fæ ég ferðirnar borgaðar og ég ætti að fá þær tvöfalt borgaðar núna. 

En allavega hafið það sem allra best og ég reyni að vera duglegari að blogga Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband