Jæja jæja

Ég ætlaði að vera löngu búin að blogga e-h en það er búið að vera svoldið mikið að gera núna... Brynju gengur alveg súper vel í æfingum uppi á sjúkrahúsi... það er reyndar talað um að hún borði ekki nógu mikið og hún þarf að þamba í sig build up allavega 2x á dag. Hún fer í föndur með gamla fólkinu sem hún var að hugsa um fyrir slys og svo er hún líka í sundi með þeim, henni finnst þetta ekkért skrýtið og eiginlega bara gaman ef e-h er... hún er orðin súper klár að bjarga sér sjálf og stundum þegar ég fer með hana uppeftir þá geri ég grín að því að hún sé farin að líkjast gamla fólkinu aðeins hvað varðar sérvisku og sérþarfir en allt þarf að vera í röð og reglu svo að hún geti bjargað sér sjálf og komið sér á fætur á morgnanna. Þær stöllur ætla að skella sér svo til Reykjavíkur um næstu helgi á reunion hjá þeirra árgangi í hólabrekkuskóla sem verður alveg pottþétt gaman fyrir þær... ég afturámóti ætla að skella mér á góugleði með vinnunni sem verður örugglega mjög gaman en það er voða mikið leyndó í kringum þetta en við eigum víst að mæta í gúmmístígvélum... ég hef ekki hugmynd um hvað á að fara að bralla með okkur haha. 

Ég er á fullu að gera verkefni þessa dagana fyrir skólann... ég er að gera fyrirlestur um flogaveiki og á að lesa það fyrir bekkinn... en það er ekki alveg ég að standa fyrir framan hóp af fólki og lesa og segja frá e-h... veit ekki hvernig þetta á eftir að koma út... en ég verð víst að reyna. Arna er líka á fullu í verkefna vinnu í skólanum... en hún er svo dugleg og ég held að hún sé alltaf langt á undan öllum að skila inn verkefnum... Benni er annars fluttur að heiman að ég held... kemur hérna og er heima hjá sér á kvöldin og kallar svo ég er farinn "heim" að sofa... þau skötuhjúin gista yfirleitt alltaf heima hjá Andreu en það kemur fyrir að þau gisti hér um helgar... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband