3.3.2007 | 03:30
Árekstrar
Hvað haldið þið ekki að ég hafi lennt í árekstri í dag... ég var í rólegheitunum að stússast áður en að ég átti að mæta í vinnuna og var stopp á miðri skagfirðingabrautinni með stefnuljósið á að bíða eftir að komast inn á shellsport :S en þá out of nowhere var klesst á mig... aumingja strákurinn ... 17 eða 18 ára gutti sem rann á mig í hálkunni... það er líka búið að snjóa frekar mikið hérna og ég ætlaði aldrei að komast í skólann í morgun á jeppanum mínum en ég var föst í miðri brekkunni þegar að ég fattaði að ég var ekki með fjórhjóladrifið á :/ en allavega ég er eiginlega alveg viss um að ég hafi verið í rétti... það sást samt ekkért á bílnum mínum en bíllinn sem keyrði á mig var alveg í köku.... þegar ég var búin að snúast í að ná í lögguna og tala við hana og hringja í vinnuna því að ég mætti náttlega of seint út af þessu veseni þá bara pulsaði ég mig niður og fór svo á fullt í vinnunni :) annars er það að frétta að í næstu viku á Brynja að fara að ganga ein með 2 hækjur :) og Arna er í Reykjavíkinni núna sem ég by the way hefði ekkért á móti að vera og skemmta mér með Óskinni minni en þá er ég hér að vinna 4 helgina mína í röð svo að um næstu helgi ætla ég að skella mér suður og gera vonandi e-h skemmtilegt :) well gott í bili... ég skrapp út með jónu og ingu rósu og það var nánast einginn úti enda allir á players á skagfirðingakvöldi... :/
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.