Alltaf eitthvað að gerast :)

Jæja nú er búið að ákveða frammhaldið með hana Brynju... Hún á að vera e-h framm í mars á grensás og svo á hún að leggjast inn á sjúkrahúsið á króknum og halda áfram í endurhæfingu hér... hún verður í svona hálfan mánuð sirka held ég innilyggjandi og svo á hún að fara á dagdeild og vera þá í æfingum á daginn uppi á sjúkrahúsi. Brynju er alltaf að fara meira og meira fram. Núna er hún farin að fá tilfinningar á allskonar stöðum sem hún hefur ekki fundið fyrir síðan slysið var. Læknarnir segja að marið hafi minkað á mænunni og þar af leiðandi hlítur hún að fá meiri tilfinningu í skrokkinn.... alltaf þegar Brynja segir þeim frá nýjum og nýjum verkjum þá segja þeir bara "Gott Gott". Við systur fórum til Viðars barnalæknisins okkar í seinasta skiptið í gær... það verður skrýtið að þurfa ekkért að fara á barnaspítalann aftur nema kanski seinna með manns eigin börn... en vonandi ekki samt. Við fengum nýjan læknir sem heitir Ólafur Skúli og er nýrnalæknir... ég held að okkur lítist bara ágætlega á hann en þetta verður skrýtið fyrst allt saman. Við komum líka við á Gervinýranu og hittum hana Aðalheiði sem var með mig í skilun á sínum tíma... Gervinýrað er komið á nýjan stað á landspítalanum og það er allt önnur aðstaða en sú sem þau höfðu.... Við gáfum Viðari samúðarkort með myndum af okkur haha !!! Meira kemur seinna :) annars er lítið annað að segja frá í bili...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ Ásta

Ég rakst á síðuna þína. Þetta er Begga sem var með þér í Hólabrekkuskóla :)  Mikið er nú gott að systur þínar eru að ná sér betur og betur. Þú ert greinilega eins og klettur þarna með þeim. Langaði bara að kvitta víst að ég sá síðuna hérna.

KveðjA Begga

Berglind (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband