9.5.2006 | 22:55
Sæluvikan og fleira skemmtilegt
Þetta er mynd af fallegasta barninu mínu :) he he Svandís Ósk ótrúlega dugleg stelpa farin að labba og kann að gera margar kúnstir
Hmmm!!! annars er það að frétta að ég fór á sæluvikuball á föstudagskvöldið í íþróttahúsinu og á keppnina að sjálfsögðu líka.. sence vann en það er stelpnahljómsveit sem er á aldrinum 16 - 17 eða e-h veit það ekki alveg en það var svakalegt stuð þar sem við vorum svo margar Inga frænka kom með vinkonum sínum en ein vinkona hennar hún Nana var að syngja í keppninni.. en verst er að ég missti af vinningslaginu þar sem ég var á klósettinu í bæði skiptin sem það var flutt... það gerir bjórinn sko.. svo var ball á eftir þar sem hljómsveitin von hélt uppi stuðinu og Heiða Idol kom og söng nokkur lög með þeim rosa gaman ég dansaði eins og ég ætti lífið að leysa og var líka ónít í fótunum daginn eftir... Fór svo á kvöldvakt á laugardeginum þar sem við Kristín létum eins og vitleysingar og töluðum mikið og áttum góðar samræður um kúk og piss
við pöntuðum okkur þvinkumat í vinnuna.. pizzu og franskar og kók og héldum svo áfram að láta eins og vilteysingar þangað til vaktin var búin...
Í dag aftur á móti var ég send heim með ælupest ég fór upp í mötuneyti... fékk mér að borða og kom svo niður með æluna í hálsinum og ældi öllu sem oní mig fór skemmtilegt það
og ég er búin að sofa meira og minna í dag... gaf mér aðeins tíma til að blogga e-h vitleysu og svo ætla ég bara að fara að sofa aftur..
thanx
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.