27.1.2007 | 17:00
Jæja best að blogga pínu :)
Jæja hvað segir fólkið þá... Brynja kom aftur til okkar um þessa helgi... stelpan er næstum því farin að hlaupa... en er samt ekki alveg búin að sleppa henni Brynhildi vinkonu sinni hækjunni :) en það kemur nú von bráðar að því... húner farin að ganga ein upp stigann og koma sér sjálf útúr bílnum og standa upp og allt sjálf... hún er algjör snilli eins og ég er alltaf að segja... Við Arna ætlum samt að fara suður um næstu helgi og vera með Brynju... við ætlum að skella okkur í afmæli til mæðgnanna Ósk og Svandísar Ósk... Ósk verður 23 ára og Svandís Ósk verður 2 ára... ekkért smá stórt orðið þetta barn sem ég á svoldið í :) hehe sjáiði bara hvað hún var lítil fyrir um tveimur árum síðan þegar að hún fæddist litla skinnið mitt.
Og móðureðlið er strax komið í hana... ég ætla nú ekki að setja inn mynda af foreldurnum enda er augljóst að barnið er alveg eins og ég... enda er ég búin að kenna henni allt sem hún kann haha :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.