19.1.2007 | 19:42
Nú er frost á fróni
Jæja mér skilst að þorrinn hafi byrjað í dag... bóndadagur og þorri :) Til hamingju með daginn allir kallar... bóndar :D og Auður frænka líka en hún á afmæli Brynja kom heim um helgina flaug bara til okkar... henni er líka endalaust að fara fram gengur nokkur skref án nokkurar hjálpar... Svo erum við búnar að panta farið til Boston og því er maður byrjaður í ræktinni á fullu svo að maður geti látið sjá sig á ströndinni :) Ég held að Cindy sé nánast búin að plana báðar vikurnar fyrir okkur... það verður ótrúlega gaman að hitta hana og Jim... svo ætla ég náttlega að fara í heimsókn á sjúkrahúsið og hitta hann Herren... DR. John Herren læknirinn minn í Boston :) Við Arna förum saman í ræktina næstum á hverjum degi... Arna getur samt ekki gert allar æfingar því að hún finnur ennþá pínu til í hendinni sem brotnaði og það brakar í öllu bakinu á henni og spengingunum þar þegar hún gerir sumar æfingar...
En jæja gott í bili... Hafiði góðan þorra... borðið þorramat.... og farið á mörg þorrablót
Athugasemdir
Sælar snúllurnar
Það er frábært hvað gengur vel hjá Brynju og þið hinar alveg óðar í ræktinni
Þið verðið BARA flottar útí Boston.
Knúsi knús.Gilla
Gilla Jóns (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.