Allt í góðu

Stelpurnar eru bara í góðum gír þessa dagana. Örnu gengur vel á dagdeild og unnir sér vel heima hjá ömmu og afa... þar sytja þær gellurnar "Amma og Arna" í sameiningu og prjóna peysur :D Brynja segist ekki fá að sofa mikið á grensás og að hún sé vakin upp fyrir allar aldir... en hún var vakin klukkan 11 í morgun skylst mér.... það er náttúrulega ekki nógu gott sko :) hehe. Þeim langar roselga að koma á árshátíð um næstu helgi í vinnunni.... Arna gæti það svosem en hún vill það ekki nema að Brynja komi líka... en þær ætla sko að koma saman heim af ballinu sem þær fóru á þennan örlagaríka dag í júlí í sumar. 

Well !!!

Jæja stelpurnar eru búnar að hafa það fínt um helgina :) búnar að vera í íbúðinni hjá mömmu og pabba og búnar að fara í klippingu og litun og láta gera sig sætar :D Arna er komin á dagdeild og verður hjá ömmu og þar ætlar hún að taka upp handavinnu og prjóna sér peysu og klára peysuna á bumbuskrímslið hennar Kristínar frænku :) he he. Ég held að hún sé bara orðin ágætlega sátt við þetta fyrirkomulag. Brynja fór til blöðrusérfræðings um daginn og þar kom í ljós að hún var með e-h konar spasma í blöðrunni og hún er komin á lyf við því og þá ætti hún að fara að geta losað blöðruna almennilega. Hún er samt að læra að tappa af sér en það verður bara tímabundið sem hún þarf að gera það þá. Það er allt orðið á kafi í snjó hérna fyrir norðan og hver veit nema maður kominst á skíði um helgina ??? ég er búin að skafa af bílnum mínum svona fimm sinnum í dag.... ekki það skemmtilegasta :/

Trallala !!!

Jæja jæja blessað veri fólkið... ég er ekki búin að vera í netsambandi alla vikuna og hef því ekkért getað bloggað og fullt að gera í bæði skóla og vinnu :/ Brynja er komin í göngugrind og henni gengur rosa vel að nota hana. Hún stendur sjálf upp úr rúminu og það er bara haldið við grindina á meðan hún kemur sér sjálf á fætur :) he he hún verður komin í maraþon eftir nokkra mánuði. Arna er að læra á strætókerfið í borginni og á að fara á dagdeild eftir helgi. Hún verður heima hjá ömmu Ástu og fer svo á morgnanna á grensás í fullt prógramm og verður e- fram eftir kvöldi hjá Brynju. Mamma og pabbi eru fyrir sunnan yfir helgina og þau fengu íbúð þannig að þau geta verið með stelpurnar "heima" yfir helgina... ekki ónýtt það... :) Bið að heilsa og bið ykkur vel að lifa thanx.

Geggjuð helgi...

Hmmm ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja maður.... en þetta var hin fínasta helgi og við keyrðum stelpurnar alveg út af brjálaðari skemmtun. Ég mætti til þeirra á föstudagskvöldið með pizzu og skemmtilegt. Ég fékk bílinn lánaðann hjá Gunnu frænku og var bara á honum alla helgina... Takk Gunna mín fyrir lánið á bílnum :) Og það var náttúrulega gaman að sjá systurnar og hvað þær líta rosalega vel út og Arna laus við dótið á hausnum og það var bara rosa gott að sjá þær og ég er ekki frá því að Brynja hafi bætt aðeins á sig smá lager á líkamann. Á laugardeginum fórum við svo með þær í kringluna í verslunarleiðangur og það var ekkért mál... við bara tókum stólinn hennar Brynju með í skottið og Ósk vinkona tók snilldar takta í að setja hana inn og út úr bílnum :) Svo fórum við á stylinn og fengum okkur burger og svo enduðum við í bíó á e-h kappakstursmynd með Will Farrel :) En við Kristín tókum Brynju bara á milli okkar og létum hana labba niður stigann með okkur og hún sat í bíóstól alla myndina :) æðislegt ! og svo þegar myndin var búin þá biðum við bara þangað til allt fólkið var farið út og létum hana svo ganga á milli okkar upp stigann aftur :) þetta var algjör snilld sérstaklega þar sem ekkért er farið að þjálfa Brynju upp í að ganga upp og niður stiga ;) Ég er geggjað stolt af ykkur stelpur. 

Suðurferð JEIJ :)

Jæja þá er seinasta prófið á morgun og svo suðurferð :) jeij geggjað :D Eftir helgina þá verður Arna svo komin á dagdeild :/ ég veit ekki alveg hvernig henni líst á það en hún vill helst ekki skylja Brynju eftir og ég held að það verði ekki það auðveldasta í heimi fyrir Brynju að Arna fái að fara á undan henni... En hún er svo rosalega dugleg að ég er viss um að hún þarf ekki að hafa miklar áhyggjur og verði komin á dagdeild áður en hún veit af...Henni gengur líka alltaf betur og betur bæði að ganga og svo nær hún að losa blöðruna meira og meira með hverjum deginum en hún segist nú heldur vilja detta niður dauð en að læra að tappa af sér... enda er ég viss um að þetta á allt eftir að koma hjá henni. Ég er búin að plana skemmtilega helgi fyrir þær eða ég vona að það verði gaman hjá þeim... við ætlum að versla... fara út að borða og svo í bíó.... geggjað fjör he he :) 

 

 


 

 

Það hefur svo sannarlega sýnt sig í gegnum allt sem við höfum gengið í gegnum að það kemur alltaf betur og betur í ljós hverjir eru "vinir" manns og hverjir ekki.... Það hefur sýnt sig með mig... og þegar mamma lennti í sínum veikindum og svo með stelpurnar... :/ það vill bara svo til að sumir hverfa þegar e-h bjátar á hjá manni en aðrir standa við bakið á manni eins og steinn og vilja allt fyrir mann gera... og ég vil enn og aftur þakka öllum þeim sem hafa sýnt okkur ómetanlega stuðning í gegnum þetta allt saman... maður getur aldrey þakkað því fólki nóg... 

 

 


HoW u DoIn !!!

Ég fer suður um næstu helgi lygga lygga lá lygga lygga lá lygga lygga lá !!! Þegar prófin eru búin og ég búin að sýna snilli mína í þeim fögum sem ég er í þá fer ég suður að sjá kraftaverkastelpurnar... Brynja fékk að labba á milli tveggja sjúkraþjálfara í dag án þess að vera í göngugrind.... Þær voru alveg ótrúlega ánægðar með helgina... enda fengu þær að eiða fullt fullt af peningum og fóru í matarboð... vona að ég geti gert e-h skemmtilegt með þeim þegar ég kem allavega rölt með þær í kringluna en hún er nú eiginlega bara í næsta húsi við Grensás :) 
myspace layouts, myspace codes, glitter graphics

Kringluferð !

Stelpurnar kíktu í kringluna í dag og keyptu sér allskonar nauðsynlegt dót... þær fengu sér úlpur, nikita peysu, skó og nabblalokka og eyrnalokka og ýmislegt fleira svo ég trúi ekki öðru en að þær séu mestu gellurnar allavega á grensás... þær eru náttúrulega algjörar gellur sko. Þær hittu Björg sem var að vinna með okkur, í kringlunni og ég trúi eiginlega ekki öðru en hún hafi knúsað þær í bak og fyrir.  Þær fengu að hitta Heiðu hundinn sinn um helgina og hún ætlaði alveg að éta þær af ánægju að sjá þær. Og svo fóru þær í mat til Kiddu frænku í kvöld þar sem amma og afi kidda og Hjalti voru í bænum og allir mættu þar í mat... 

Í morgun átti ég að mæta í vinnuna klukkan átta en var vakin með símhringingu korter yfir átta og sagt "ég átti að hringja í þig...ætlaru ekki að mæta í vinnu Ásta mín" he he... en shitt hvað þetta er óþægilegt ég þaut á fætur í föt og útí bíl og hafði ekki einu sinni fyrir því að greiða á mér hausinn svo I had a very bad hair day all day long :) ha ha ha Gerist vonandi ekki aftur á næstunni allavega... Well það er próf vika framundan svo það er best að fara að lesa sjálfstætt fólk um hann Bjart í Sumarhúsum... :)


Húrra !

Það lyggur alltaf jafn vel á stelpunum þegar ég heyri í þeim og þær geta hlegið endalaust af vitleysunni sem kastaðist frá þeim... þó sérstaklega Örnu fyrstu vikurnar eftir slysið... Arna á Ferrari og fiat er í miklu uppáhaldi og Gunna örbylgjuskemmd :) ha ha ha ha ! Brynja gengur alltaf lengra og lengra með degi hverjum í göngugrindinni og í morgun fór hún meira að segja á þrekhjól og hjólaði í smá stund... HÚRRA !!! fyrir Brynju þú er algjör snilli :) Mig hlakkar alveg ótrúlega til að koma og hitta ykkur elskurnar mína ;) og kanski getum við brallað e-h skemmtilegt saman :) Hafið það sem allra best á meðan... 

Grillveislan

Stelpurna fengu að skreppa í heimsókn á sunnudagskvöldið og það var rosalega gaman fyrir þær... sérstaklega bara aðeins að fá að breyta til og komast í annað umhverfi og borða góðan mat með fjölskyldunni sinni... :) Brynja var bara borin upp í hjólastólnum af tveimur mönnum og svo bara sett í leðurstól og látin hafa það gott og Arna náttúrulega bara sat og gerði það sem henni sýndist og svo var grillaður og gerður matur eftir þeirra óskum og allt var gott og gaman hjá þeim :)) Arna er ekki ennþá farin að finna bragð en hún finnur ef það er sætt eða súrt og svoleiðis... þannig að hún er eiginlega farin að borða allt sem að kjafti kemur... og meira að segja mat sem hún aldrei áður hefði látið inn fyrir sínar varir... en við trúum samt eiginlega ekki öðru en að lyktar og bragðskynið hjá henni eigi eftir að koma aftur eins og t.d sjónin í henni en hún er alveg orðin normal eins og hún var. Ég fékk senda mynd af Brynju þar sem hún var búin að reisa sig sjálf upp í rúminu :) ég fer til þeirra um ekki næstu helgi heldur þarnæstu og ég get ekki beðið eftir að sjá þær... en það var einmitt öll móðurfjölskyldan í grillveislunni nema ég og Benni... en við vorum bara náttúrulega á okkar stað... í skagafirði að djamma og djúsa eins og sannir skagfirðingar gera og það var alveg ótrúlega gaman bæði í Brekkukoti á föstudagskvöldinu... Anna mín takk fyrir æðislegt boð og stelpur fyrir frábært kvöld. Laugardagskvöldið var líka skemmtilegt en þá var reindar byrjað að drekka seinna og hætt að drekka fyrr... þar sem laugardagurinn var hálfgerður þunnudagur :D en nú er bara komin hvíld fram að árshátíð :) Blogga meira seinna... :) Munið svo eftir athugasemdum og gestabók... það hljóta nú e-h af þessum 150 manns sem kíkja hingað á dag. :) ekki slæmt... að geta skrifað smá svona comment og kveðjur til stelpnanna því þær eru jú líka farnar að skoða síðuna og sjá kveðjur og svona...

Stjörnur tvær

hetjurnar_016
 
Það gengur rosa vel hjá stelpunum þessa dagana og eru framfarir orðnar framar vonum. Það er farið að tala um að Arna fari að fara á dagdeild en þá sefur hún "heima" og fer svo á morgnana á Grensás og er í prógrammi þar til klukkan 4. Arna fór í kringluna um daginn og keypti sér sundföt en hún á að fara að fara í sundæfingar á grensás... Brynju gengur rosalega vel að labba í göngugrind í sjúkraþjálfuninni og það er mikið farið að koma að hún pissi sjálf en það var talað um um daginn að fara að kenna Brynju að tappa þvagi af sér sjálf... sem vonandi þarf ekki að gera.
 
hetjurnar_037
 
Ég var að frétta það áðan að stelpurnar verða í kvöldfréttunum í kvöld.... það eru ennþá forvarnir í gangi vegna fjölda bílslysa og þeir ætla að sína eitt tilvik þar sem þær dóu ekki og hvernig endurhæfingin og hvernig lífið líklegast getur orðið eftir svona alvarleg bílslys... Hvet alla til að horfa á kastljósið í kvöld og sjá kraftaverkin :)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband